Er nú gjöf Ólafs til Framsóknarflokksins alveg gleymd?

Tæpum mánuði áður en Ólafur Ólafsson keypti Búnaðarbanka Íslands með blekkingum afsalaði hann sér fasteign til Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkur tók yfir skuldir vegna fasteignarinnar sem voru langt undir mati á virði fasteignarinnar. „Eignarhaldsfélag Ólafs Ólafssonar, Ker hf., sem var einn af kaupendum Búnaðarbankans í ársbyrjun 2003, afsalaði sér húsi á Hverfisgötu 33 til Framsóknarflokksins í desember … Continue reading Er nú gjöf Ólafs til Framsóknarflokksins alveg gleymd?

Gögn falin og eytt til að hylja slóð vegna afturvirkra laga

Velferðarráðuneytið samdi frumvarp um afturvirk lög þar sem milljarða réttindi voru tekin af öldruðum en ekki velferðarnefnd. Þetta kemur fram í svari Nichole Leigh Mosty, formanni nefndarinnar, við fyrirspurnum Fréttatímans. Svarið stangast á við skýringar ráðuneytisins sem hafnaði beiðni Fréttatímans um frumvarpsdrög á þeim forsendum að engin slík gögn væru til.  – Velferðarráðuneytið samdi frumvarp … Continue reading Gögn falin og eytt til að hylja slóð vegna afturvirkra laga

Heldur að faðir nútíma þjóðhagfræði heiti George Keynes

Forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands virðist haldinn einhvers konar meinloku þegar kemur að föður nútíma þjóðhagfræði sem hann telur að heiti George en ekki John Maynard Keynes. Villuna má ítrekað finna í skrifum Ásgeirs Jónssonar, forseta Hagfræðideildar. Spurt hefur verið um George á prófi við Háskóla Íslands og nafn hans er að finna í kennslubókum sem … Continue reading Heldur að faðir nútíma þjóðhagfræði heiti George Keynes

Nýfrjálshyggjan kom til Reykjavíkur áður en hún kom til Ísafjarðar

Árið 1996 var Kristinn Hermannsson í hópi ungmenna sem stofnuðu Funklistann. Stjórnmálaafl sem kom, sá og sigraði í kosningum til sveitastjórnar Ísafjarðarbæjar, nýs sameinaðs sveitarfélags sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Í dag er Kristinn lektor við Glasgowháskóla þar sem hann vinnur við rannsóknir á hagrænum og samfélagslegum áhrifum menntunar. Kristinn kallar Skotland heimili sitt og … Continue reading Nýfrjálshyggjan kom til Reykjavíkur áður en hún kom til Ísafjarðar

Haftaeyjan í norðri

10. október 2008. Seðlabanki Íslands beinir þeim tillmælum til banka að draga skuli úr úttektaheimildum kreditkorta erlendis. Gjaldeyrir skyldi nú aðeins seldur þeim sem væru í viðskiptum við viðkomandi útibú, gegn framvísun farseðils. Afgreiðsla gjaldeyris vegna vöru- og þjónustuinnflutnings var sett í forgang. Þá voru starfsmenn útibúa beðnir að meta það hvort umsóknir um gjaldeyri … Continue reading Haftaeyjan í norðri

Í helvíti nasismans

Haustið 1942 handtók Gestapó 22 ára íslenskan námsmann í Ósló, Leif H. Muller að nafni. Glæpurinn Leifs var að ætla sér að yfirgefa landið með ólöglegum hætti. Við tók hryllileg vist í fangabúðum nasista. Fyrst í Grini-fangelsinu í Noregi og síðar í Sachsenhausen-fangabúðunum í Oranienburg, rúmlega þrjátíu kílómetra frá Berlín. Í fangabúðum nasista, endurminningar Leifs, … Continue reading Í helvíti nasismans

Brást lögregla skyldum sínum og vannýtti heimildir í Hraunbæjarmálinu?

Skömmu fyrir sjö að morgni annars desembers 2013 var Sævar Rafn Jónsson úrskurðaður látinn í íbúð sinni í Hraunbæ. Í fyrsta sinn hafði sérsveit lögreglu fellt mann. Sævar hafði árum saman átt við geðræn vandamál að stríða. Aðdragandinn að umsátri sérsveitarinn utan heimili hans var nokkur. Viðvaranir margar og heimildir til inngrips til staðar. Þrátt … Continue reading Brást lögregla skyldum sínum og vannýtti heimildir í Hraunbæjarmálinu?

Íslenska krónan 
- Allt um minnstu mynt í heimi

Seðlabankastjóri telur almenning ekki bera nægilegt traust til krónunnar og peningastefnu Seðlabankans. Þetta kemur fram í heimildamyndinni Íslenska krónan – allt um minnstu mynt í heimi sem frumsýnd verður í Bíó Paradís á boðssýningu á laugardag en fer í almennar sýningar um helgina og vikuna eftir. Myndin hefur verið í vinnslu síðan vorið 2008 og … Continue reading Íslenska krónan 
- Allt um minnstu mynt í heimi

Milljarðayfirlýsingin sem vakti litla athygli

  Beinn kostnaður einstaklinga vegna heilbrigðismála hefur tvöfaldast á síðustu þremur áratugum hér á landi. Íslensk heimili greiddu 30 milljarða í heilbrigðismál árið 2010. Það er helmingshækkun frá 1980. Fimmtungur af útgjöldum samfélagsins til heilbrigðismála er greiddur úr vasa sjúklinga. Í septemberlok árið 2013 tilkynnti Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítalans, að hann hefði sagt starfi … Continue reading Milljarðayfirlýsingin sem vakti litla athygli

Hvað varð um Valentínus?

Síðasta dag janúarmánanaðar árið 2012 var hvítri sendibifreið ekið eftir Reykjanesbraut. Ökumaðurinn, Snævar Valentínus Vagnsson, var staðráðinn í að koma fyrir sprengju við steinhleðslu stjórnarráðsins. Skömmu eftir sex leggur hann bifreiðinni við Þjóðleikhúsið og gengur að stjórnarráðinu með kassa í hönd. Í kassanum er heimagerð sprengja: Kókflaska full af etanóli. Meðfylgjandi eru skilaboð sprengjumannsins: Ísland … Continue reading Hvað varð um Valentínus?

Strætó logar stafna á milli

Snemma árs 2012 varaði Hörður Gíslason, staðgengill framkvæmdastjóra Strætó bs., við þeirri „óvissu og óróleika sem skapast geti við að nýr aðili taki við [ferðaþjónustu fatlaðra]“ á fundi vinnuhóps Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, um útboð á þjónustunar. Upphaf málsins má rekja til hugmyndafunda á vegum samtakanna árið 2011 þar sem farið var yfir möguleika á … Continue reading Strætó logar stafna á milli