Af elítum, hrægömmum og óttaslegnum Íslendingum

Moskuútspil Framsóknar, örfáum dögum fyrir kosningar, var engin tilviljun heldur beint framhald af daðri flokksins við populíska orðræðu. Þótt þjóðernishyggja sé Framsóknarflokknum ekki fjarlæg er ljóst að Framsókn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er töluvert önnur en Framsókn Halldórs Ásgrímssonar eða Jóns Sigurðssonar. Undir stjórn Sigmundar hefur flokkurinn gælt enn frekar við hægri popúlíska orðræðu en áður, … Continue reading Af elítum, hrægömmum og óttaslegnum Íslendingum

„Ljótur pólitískur leikur”

„Skrifstofu ÖSE er kunnugt um málið og fylgist með því,” segir Gunnar Vrang starfsmaður Dunju Mijatović, erindreka Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu um frelsi fjölmiðla, um stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, gegn blaðamönnum DV vegna umfjöllunar blaðsins um lekamálið. Með stefnunni fer pólitískur aðstoðarmaður ráðherra fram á fangelsisdóm vegna skrifa blaðamannanna af sakamáli … Continue reading „Ljótur pólitískur leikur”

Einkavæddar skýjaborgir

 – Hvernig hugmyndakerfi markaðshyggju varð að meginstraumi. Íslenska einkavæðingin var fyrst og fremst rekin áfram af hugmyndafræði ekki sem verkfæri tekjuöflunar fyrir hið opinbera. Fjöldi Íslenskra ríkisfyrirtækja var einkavæddur á árunum 1992 – 2007. Ber þar helst að nefna fyrirtæki eins og Landssímann, Sementsverksmiðjuna, Fjárfestinga- banka atvinnulífsins, Búnaðarbanka, Landsbanka og Íslandsbanka. Fyrsta einkavæðingaverkefni Framkvæmdanefndar um … Continue reading Einkavæddar skýjaborgir

„Ég reyndi aldrei að hafa áhrif á rannsóknina“

Margsinnis hafði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra afskipti af rannsókn lögreglu, og annara stofnana, vegna lekamálsins. Innanríkisráðherra hefur ítrekað neitað tilraunum til áhrifa en á sama tíma hefur hún tekið undir það að hafa komið á framfæri athugasemdum um hversu langan tíma rannsóknin tæki, stærðargráðu hennar; sem ráðherra þótti yfirgengileg og tímasetningu á yfirheyrslu Gísla Freys … Continue reading „Ég reyndi aldrei að hafa áhrif á rannsóknina“

„Hélt að við værum góðu gaurarnir“

Operation Protective Edge, aðgerðir Ísraelsmanna á svæðum Palestínu frá því fyrr í sumar valda óhug og furðu. Samúð með málstað Palestínu er töluverð á Íslandi og ólíklegt er að aðgerðir Ísraelshers sveigi almenningsáliti í átt til málsstaðar Ísraels. Reykjavík vikublað ræddi við Miko Peled, rithöfund og friðarsinna frá Ísrael um stöðu mála. Miko er sonur … Continue reading „Hélt að við værum góðu gaurarnir“

Hanna Birna á bláþræði

Viðtal Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í þættinum Sprengisandi, á Bylgjunni, síðastliðinn sunnudag er tilraun ráðherra til að styrkja stöðu sína. Í viðtalinu reifaði ráðherra hugmyndir sínar um að málið ætti rót sína í „ljótum pólitískum leik“ og ræddi eigin stöðu í samhengi við stöðu kvenna í stjórnmálum. Reykjavík vikublað greinir viðtalið og sannleiksgildi sumra staðhæfinga … Continue reading Hanna Birna á bláþræði

Geymdu framsalsbeiðni Snowdens mánuðum saman

Uppljóstrarinn Edward Snowden er ekki lengur með stöðu sakbornings hér á landi. Þetta kemur fram í gögnum innnaríkisráðuneytisins frá því í sumar. Það vakti á sínum tíma athygli að Snowden hefði, að mati innanríkisráðuneytisins, stöðu grunaðs manns á Íslandi í ljósi þess að hann er ekki staddur hér á landi og óvíst verður að teljast … Continue reading Geymdu framsalsbeiðni Snowdens mánuðum saman

„Hún er besti ráðherra ríkisstjórnarinnar“

„Ég styð alltaf mína ráðherra,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Reykjavík vikublað, um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í skugga lekamálsins. Lögregla hefu um margra vikna skeið rannsakað hvernig minnisblað úr ráðuneytinu, með persónuupplýsingum um hælisleitandann Tony Omos, og tvær nafngreinda konur, komst í hendur fjölmiðla. Komið hefur fram að aðstoðarmenn ráðherra … Continue reading „Hún er besti ráðherra ríkisstjórnarinnar“

Rekstrarfélag stjórnarráðsins gerði hvítþvottarannsókn á Hönnu Birnu

Aðeins örfáir höfðu séð óformlegt minnisblað varðandi Tony Omos, hælisleitanda frá Nígeríu, þegar því var lekið til valinna fjölmiðla 19. nóvember í fyrra. Morgunblaðið og 365 miðlar unnu frétt úr skjalinu sem birtar voru að morgni dags 20. nóvember, sama dag og skipulögð höfðu verið mótmæli til stuðnings Tony Omos. Skjalið sem endaði hjá fjölmiðlum … Continue reading Rekstrarfélag stjórnarráðsins gerði hvítþvottarannsókn á Hönnu Birnu

Tilraun til hvítþvottar

Tilgangur rannsóknar rekstrarfélags Stjórnarráðsins virðist hafa verið að hvítþvo innanríkisráðuneytið af leka á trúnaðargögnum um hælisleitendur en ekki að komast til botns í málinu. Heimildamenn blaðsins innan úr stjórnsýslunni og ráðuneytinu segja rannsókn rekstrarfélagsins hafi verið takmörkuð. Starfsmenn hafi strax í upphafi lýst efasemdum um gæði hennar og tilgang en ekki var hlustað á ábendingar … Continue reading Tilraun til hvítþvottar

Flokkseigendur leika lausum hala

Þegar kemur að spuna eru fáir flokkar eins slappir og Samfylkingin. Hún er gjörsamlega vonlaus þegar kemur að atburðarhönnun og því að skapa trúanlegan spuna. Það kemur þó ekki í veg fyrir að aðilar í efstu lögum Samfylkingarinnar gæli við atburðarhönnun nokkuð reglulega. Oftar en ekki springur atburðarrásin í andlitið á þeim. Hægt og bítandi … Continue reading Flokkseigendur leika lausum hala