Hvað vissi Bjarni Benediktsson?

Umboðsmaður Alþingis hefur nú birt álit sitt vegna afskipta Hönnu Birnu Kristjándóttur innanríkisráðherra á lögreglurannsókn vegna lekamálsins. Umboðsmaður staðfestir það sem áður hefur komið fram og segir ljóst að Hanna Birna hafi hvorki virt reglur né hefðir og að hún hafi farið langt út fyrir valdsvið sitt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var í … Continue reading Hvað vissi Bjarni Benediktsson?

Froðuheimspeki og tjáningafrelsið

Tjáningafrelsið er hluti af sjálfsmynd Íslendinga. Rétturinn til skoðana og sannfæringar er tryggður í stjórnarskrá og um leið eru löggjafar- og framkvæmdavaldinu settar skorður þegar kemur að takmörkun þess frelsis. Ísland mælist afar hátt á alþjóðlega mælikvarða þegar kemur að réttindum til tjáningar. Hvort hugmyndir okkar og annarra gefi rétta mynd af ástandinu er umdeilanlegt … Continue reading Froðuheimspeki og tjáningafrelsið

Í skugga útgerðarvaldsins

  Hindranir verða á vegi almenns launafólks sem sækja þarf rétt sinn. Í smærri samfélögum þar sem vald atvinnurekenda er umtalsvert víðtækara en í stærri byggðum bíða fólks jafnvel enn stærri áskoranir. Breytingar á kvótakerfinu sem heimiluðu framsal veiðiheimilda breyttu stéttapólitík á Íslandi. Kvótakerfið hefur aukið framlegð í sjávarútvegi en um leið styrkti kerfið útgerðarvaldið … Continue reading Í skugga útgerðarvaldsins

Brauðmolakenningin lifir

„Frumvarp til fjárlaga er fyrir árið 2015 er hallalaust annað árið í röð,“ sagði í kynningarglærum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við framlagningu fjárlagafrumvarpsins í september. Þar endurómaði sú stefna núverandi ríkisstjórnarflokka að skuldasöfnun verði stöðvuð. „Ríkisfjármálastefnan fyrir árið 2015 endurspeglar að tekist hefur með markvissum aðgerðum að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum,“ segir ennfremur. Þá segir í … Continue reading Brauðmolakenningin lifir

Ofsóknir í frelsarans nafni

Eykon bað mig um að taka að mér verkefni, sem ég gerði, en ekki fyrr en að lokinni alvarlegri umhugsun,“ skrifaði Styrmir Gunnarsson, þá ritstjóri Morgunblaðsins, árið 1997. Eykon sá er um ræðir er Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. „Því [verkefninu] sinnti ég á hans vegum fram eftir Viðreisnaráratugnum. Það starf hafði margvísleg áhrif … Continue reading Ofsóknir í frelsarans nafni

Nýr eigandi DV komið víða við

Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Vefpressunnar ehf, verður útgefandi DV og stjórnarformaður DV ehf. í kjölfar kaupa Vefpressunar á útgáfufélagi DV. Þetta kemur fram í tilkynningu Björns Inga sem birt var síðastliðinn föstudag. „Þegar samþykki Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir verður nánari grein gerð fyrir margvíslegum áformum til að treysta rekstur blaðsins og sækja fram með nýstárlegum hætti … Continue reading Nýr eigandi DV komið víða við

Birtu rangar fréttir gegn betri vitund

Játning Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um að hann hafi lekið og breytt gögnum um hælisleitandan Tony Omos setur fréttaflutning Morgunblaðsins og 365 miðla af málinu í nýtt ljós. Mánuðum saman hafa miðlarnir birt fréttir af yfirlýsingum ráðherra og Gísla Freys sjálfum án athugasemda – meðvitaðir um að fullyrðingarnar sem þar … Continue reading Birtu rangar fréttir gegn betri vitund

Af elítum, hrægömmum og óttaslegnum Íslendingum

Moskuútspil Framsóknar, örfáum dögum fyrir kosningar, var engin tilviljun heldur beint framhald af daðri flokksins við populíska orðræðu. Þótt þjóðernishyggja sé Framsóknarflokknum ekki fjarlæg er ljóst að Framsókn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er töluvert önnur en Framsókn Halldórs Ásgrímssonar eða Jóns Sigurðssonar. Undir stjórn Sigmundar hefur flokkurinn gælt enn frekar við hægri popúlíska orðræðu en áður, … Continue reading Af elítum, hrægömmum og óttaslegnum Íslendingum

„Ljótur pólitískur leikur”

„Skrifstofu ÖSE er kunnugt um málið og fylgist með því,” segir Gunnar Vrang starfsmaður Dunju Mijatović, erindreka Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu um frelsi fjölmiðla, um stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, gegn blaðamönnum DV vegna umfjöllunar blaðsins um lekamálið. Með stefnunni fer pólitískur aðstoðarmaður ráðherra fram á fangelsisdóm vegna skrifa blaðamannanna af sakamáli … Continue reading „Ljótur pólitískur leikur”

Einkavæddar skýjaborgir

 – Hvernig hugmyndakerfi markaðshyggju varð að meginstraumi. Íslenska einkavæðingin var fyrst og fremst rekin áfram af hugmyndafræði ekki sem verkfæri tekjuöflunar fyrir hið opinbera. Fjöldi Íslenskra ríkisfyrirtækja var einkavæddur á árunum 1992 – 2007. Ber þar helst að nefna fyrirtæki eins og Landssímann, Sementsverksmiðjuna, Fjárfestinga- banka atvinnulífsins, Búnaðarbanka, Landsbanka og Íslandsbanka. Fyrsta einkavæðingaverkefni Framkvæmdanefndar um … Continue reading Einkavæddar skýjaborgir

„Ég reyndi aldrei að hafa áhrif á rannsóknina“

Margsinnis hafði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra afskipti af rannsókn lögreglu, og annara stofnana, vegna lekamálsins. Innanríkisráðherra hefur ítrekað neitað tilraunum til áhrifa en á sama tíma hefur hún tekið undir það að hafa komið á framfæri athugasemdum um hversu langan tíma rannsóknin tæki, stærðargráðu hennar; sem ráðherra þótti yfirgengileg og tímasetningu á yfirheyrslu Gísla Freys … Continue reading „Ég reyndi aldrei að hafa áhrif á rannsóknina“

„Hélt að við værum góðu gaurarnir“

Operation Protective Edge, aðgerðir Ísraelsmanna á svæðum Palestínu frá því fyrr í sumar valda óhug og furðu. Samúð með málstað Palestínu er töluverð á Íslandi og ólíklegt er að aðgerðir Ísraelshers sveigi almenningsáliti í átt til málsstaðar Ísraels. Reykjavík vikublað ræddi við Miko Peled, rithöfund og friðarsinna frá Ísrael um stöðu mála. Miko er sonur … Continue reading „Hélt að við værum góðu gaurarnir“