Einkavæddar skýjaborgir

 – Hvernig hugmyndakerfi markaðshyggju varð að meginstraumi. Íslenska einkavæðingin var fyrst og fremst rekin áfram af hugmyndafræði ekki sem verkfæri tekjuöflunar fyrir hið opinbera. Fjöldi Íslenskra ríkisfyrirtækja var einkavæddur á árunum 1992 – 2007. Ber þar helst að nefna fyrirtæki eins og Landssímann, Sementsverksmiðjuna, Fjárfestinga- banka atvinnulífsins, Búnaðarbanka, Landsbanka og Íslandsbanka. Fyrsta einkavæðingaverkefni Framkvæmdanefndar um … Continue reading Einkavæddar skýjaborgir

„Ég reyndi aldrei að hafa áhrif á rannsóknina“

Margsinnis hafði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra afskipti af rannsókn lögreglu, og annara stofnana, vegna lekamálsins. Innanríkisráðherra hefur ítrekað neitað tilraunum til áhrifa en á sama tíma hefur hún tekið undir það að hafa komið á framfæri athugasemdum um hversu langan tíma rannsóknin tæki, stærðargráðu hennar; sem ráðherra þótti yfirgengileg og tímasetningu á yfirheyrslu Gísla Freys … Continue reading „Ég reyndi aldrei að hafa áhrif á rannsóknina“

Hanna Birna á bláþræði

Viðtal Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í þættinum Sprengisandi, á Bylgjunni, síðastliðinn sunnudag er tilraun ráðherra til að styrkja stöðu sína. Í viðtalinu reifaði ráðherra hugmyndir sínar um að málið ætti rót sína í „ljótum pólitískum leik“ og ræddi eigin stöðu í samhengi við stöðu kvenna í stjórnmálum. Reykjavík vikublað greinir viðtalið og sannleiksgildi sumra staðhæfinga … Continue reading Hanna Birna á bláþræði

Geymdu framsalsbeiðni Snowdens mánuðum saman

Uppljóstrarinn Edward Snowden er ekki lengur með stöðu sakbornings hér á landi. Þetta kemur fram í gögnum innnaríkisráðuneytisins frá því í sumar. Það vakti á sínum tíma athygli að Snowden hefði, að mati innanríkisráðuneytisins, stöðu grunaðs manns á Íslandi í ljósi þess að hann er ekki staddur hér á landi og óvíst verður að teljast … Continue reading Geymdu framsalsbeiðni Snowdens mánuðum saman

„Hún er besti ráðherra ríkisstjórnarinnar“

„Ég styð alltaf mína ráðherra,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Reykjavík vikublað, um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í skugga lekamálsins. Lögregla hefu um margra vikna skeið rannsakað hvernig minnisblað úr ráðuneytinu, með persónuupplýsingum um hælisleitandann Tony Omos, og tvær nafngreinda konur, komst í hendur fjölmiðla. Komið hefur fram að aðstoðarmenn ráðherra … Continue reading „Hún er besti ráðherra ríkisstjórnarinnar“

Tilraun til hvítþvottar

Tilgangur rannsóknar rekstrarfélags Stjórnarráðsins virðist hafa verið að hvítþvo innanríkisráðuneytið af leka á trúnaðargögnum um hælisleitendur en ekki að komast til botns í málinu. Heimildamenn blaðsins innan úr stjórnsýslunni og ráðuneytinu segja rannsókn rekstrarfélagsins hafi verið takmörkuð. Starfsmenn hafi strax í upphafi lýst efasemdum um gæði hennar og tilgang en ekki var hlustað á ábendingar … Continue reading Tilraun til hvítþvottar