Í helvíti nasismans

Haustið 1942 handtók Gestapó 22 ára íslenskan námsmann í Ósló, Leif H. Muller að nafni. Glæpurinn Leifs var að ætla sér að yfirgefa landið með ólöglegum hætti. Við tók hryllileg vist í fangabúðum nasista. Fyrst í Grini-fangelsinu í Noregi og síðar í Sachsenhausen-fangabúðunum í Oranienburg, rúmlega þrjátíu kílómetra frá Berlín. Í fangabúðum nasista, endurminningar Leifs, … Continue reading Í helvíti nasismans

Brást lögregla skyldum sínum og vannýtti heimildir í Hraunbæjarmálinu?

Skömmu fyrir sjö að morgni annars desembers 2013 var Sævar Rafn Jónsson úrskurðaður látinn í íbúð sinni í Hraunbæ. Í fyrsta sinn hafði sérsveit lögreglu fellt mann. Sævar hafði árum saman átt við geðræn vandamál að stríða. Aðdragandinn að umsátri sérsveitarinn utan heimili hans var nokkur. Viðvaranir margar og heimildir til inngrips til staðar. Þrátt … Continue reading Brást lögregla skyldum sínum og vannýtti heimildir í Hraunbæjarmálinu?

Íslenska krónan 
- Allt um minnstu mynt í heimi

Seðlabankastjóri telur almenning ekki bera nægilegt traust til krónunnar og peningastefnu Seðlabankans. Þetta kemur fram í heimildamyndinni Íslenska krónan – allt um minnstu mynt í heimi sem frumsýnd verður í Bíó Paradís á boðssýningu á laugardag en fer í almennar sýningar um helgina og vikuna eftir. Myndin hefur verið í vinnslu síðan vorið 2008 og … Continue reading Íslenska krónan 
- Allt um minnstu mynt í heimi

Hvað varð um Valentínus?

Síðasta dag janúarmánanaðar árið 2012 var hvítri sendibifreið ekið eftir Reykjanesbraut. Ökumaðurinn, Snævar Valentínus Vagnsson, var staðráðinn í að koma fyrir sprengju við steinhleðslu stjórnarráðsins. Skömmu eftir sex leggur hann bifreiðinni við Þjóðleikhúsið og gengur að stjórnarráðinu með kassa í hönd. Í kassanum er heimagerð sprengja: Kókflaska full af etanóli. Meðfylgjandi eru skilaboð sprengjumannsins: Ísland … Continue reading Hvað varð um Valentínus?

Strætó logar stafna á milli

Snemma árs 2012 varaði Hörður Gíslason, staðgengill framkvæmdastjóra Strætó bs., við þeirri „óvissu og óróleika sem skapast geti við að nýr aðili taki við [ferðaþjónustu fatlaðra]“ á fundi vinnuhóps Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, um útboð á þjónustunar. Upphaf málsins má rekja til hugmyndafunda á vegum samtakanna árið 2011 þar sem farið var yfir möguleika á … Continue reading Strætó logar stafna á milli

Hvað vissi Bjarni Benediktsson?

Umboðsmaður Alþingis hefur nú birt álit sitt vegna afskipta Hönnu Birnu Kristjándóttur innanríkisráðherra á lögreglurannsókn vegna lekamálsins. Umboðsmaður staðfestir það sem áður hefur komið fram og segir ljóst að Hanna Birna hafi hvorki virt reglur né hefðir og að hún hafi farið langt út fyrir valdsvið sitt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var í … Continue reading Hvað vissi Bjarni Benediktsson?

Froðuheimspeki og tjáningafrelsið

Tjáningafrelsið er hluti af sjálfsmynd Íslendinga. Rétturinn til skoðana og sannfæringar er tryggður í stjórnarskrá og um leið eru löggjafar- og framkvæmdavaldinu settar skorður þegar kemur að takmörkun þess frelsis. Ísland mælist afar hátt á alþjóðlega mælikvarða þegar kemur að réttindum til tjáningar. Hvort hugmyndir okkar og annarra gefi rétta mynd af ástandinu er umdeilanlegt … Continue reading Froðuheimspeki og tjáningafrelsið

Brauðmolakenningin lifir

„Frumvarp til fjárlaga er fyrir árið 2015 er hallalaust annað árið í röð,“ sagði í kynningarglærum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við framlagningu fjárlagafrumvarpsins í september. Þar endurómaði sú stefna núverandi ríkisstjórnarflokka að skuldasöfnun verði stöðvuð. „Ríkisfjármálastefnan fyrir árið 2015 endurspeglar að tekist hefur með markvissum aðgerðum að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum,“ segir ennfremur. Þá segir í … Continue reading Brauðmolakenningin lifir

Ofsóknir í frelsarans nafni

Eykon bað mig um að taka að mér verkefni, sem ég gerði, en ekki fyrr en að lokinni alvarlegri umhugsun,“ skrifaði Styrmir Gunnarsson, þá ritstjóri Morgunblaðsins, árið 1997. Eykon sá er um ræðir er Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. „Því [verkefninu] sinnti ég á hans vegum fram eftir Viðreisnaráratugnum. Það starf hafði margvísleg áhrif … Continue reading Ofsóknir í frelsarans nafni

Nýr eigandi DV komið víða við

Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Vefpressunnar ehf, verður útgefandi DV og stjórnarformaður DV ehf. í kjölfar kaupa Vefpressunar á útgáfufélagi DV. Þetta kemur fram í tilkynningu Björns Inga sem birt var síðastliðinn föstudag. „Þegar samþykki Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir verður nánari grein gerð fyrir margvíslegum áformum til að treysta rekstur blaðsins og sækja fram með nýstárlegum hætti … Continue reading Nýr eigandi DV komið víða við

Birtu rangar fréttir gegn betri vitund

Játning Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um að hann hafi lekið og breytt gögnum um hælisleitandan Tony Omos setur fréttaflutning Morgunblaðsins og 365 miðla af málinu í nýtt ljós. Mánuðum saman hafa miðlarnir birt fréttir af yfirlýsingum ráðherra og Gísla Freys sjálfum án athugasemda – meðvitaðir um að fullyrðingarnar sem þar … Continue reading Birtu rangar fréttir gegn betri vitund

„Ljótur pólitískur leikur”

„Skrifstofu ÖSE er kunnugt um málið og fylgist með því,” segir Gunnar Vrang starfsmaður Dunju Mijatović, erindreka Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu um frelsi fjölmiðla, um stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, gegn blaðamönnum DV vegna umfjöllunar blaðsins um lekamálið. Með stefnunni fer pólitískur aðstoðarmaður ráðherra fram á fangelsisdóm vegna skrifa blaðamannanna af sakamáli … Continue reading „Ljótur pólitískur leikur”