Ríkisstjórnin segist þurfa að velja milli „skattlagningar og frelsis“

Fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra og formanns Viðreisnar, stillir skattlagningu upp sem andstæðu frelsis í inngangstexta skjalsins. Sú hugmynd er hluti af kennisetningu nýfrjálshyggjunnar en í fjármálaáætlun er látið líkt og frelsi eigi enga samleið með skattheimtu. Hugmyndin sem nú birtist í fjármálastefnu næstu fimm ára er í samræmi við hugmyndir Pawel Bartoszek, þingmanns Viðreisnar, um að … Continue reading Ríkisstjórnin segist þurfa að velja milli „skattlagningar og frelsis“

„Hægriflokkarnir hafa ekkert lært“

„Sé strax að hægriflokkarnir hafa ekkert lært og fara ekki eftir athugasemdum Seðlabanka og fjármálaráðs um mikilvægi sveiflujöfnunar sem felst í því að halda ríkistekjum háum í góðæri til að eiga borð fyrir báru þegar að verr árar,“ skrifar Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, í kjölfar kynningar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm … Continue reading „Hægriflokkarnir hafa ekkert lært“

Tryggingastofnun njósnaði ólöglega um 500 manns í skjóli ýktrar orðræðu um bótasvik

Tryggingastofnun lét rannsaka hundruð skjólstæðinga sinna á fimm árum, á grundvelli upplýsinga sem safnað var með ólögmætum hætti. Þetta gerði stofnunin í umhverfi þar sem stjórnmálamenn og stofnanir trommuðu upp ýkta mynd af bótasvikum. Persónunjósnirnar nýttu upplýsingar sem safnað var án lagaheimilda. Ríkisendurskoðun fullyrti í fréttatilkynningu árið 2013 að bótasvik í almannatryggingarkerfinu næmu allt að … Continue reading Tryggingastofnun njósnaði ólöglega um 500 manns í skjóli ýktrar orðræðu um bótasvik

Er nú gjöf Ólafs til Framsóknarflokksins alveg gleymd?

Tæpum mánuði áður en Ólafur Ólafsson keypti Búnaðarbanka Íslands með blekkingum afsalaði hann sér fasteign til Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkur tók yfir skuldir vegna fasteignarinnar sem voru langt undir mati á virði fasteignarinnar. „Eignarhaldsfélag Ólafs Ólafssonar, Ker hf., sem var einn af kaupendum Búnaðarbankans í ársbyrjun 2003, afsalaði sér húsi á Hverfisgötu 33 til Framsóknarflokksins í desember … Continue reading Er nú gjöf Ólafs til Framsóknarflokksins alveg gleymd?