Hanna Birna á bláþræði

Viðtal Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í þættinum Sprengisandi, á Bylgjunni, síðastliðinn sunnudag er tilraun ráðherra til að styrkja stöðu sína. Í viðtalinu reifaði ráðherra hugmyndir sínar um að málið ætti rót sína í „ljótum pólitískum leik“ og ræddi eigin stöðu í samhengi við stöðu kvenna í stjórnmálum. Reykjavík vikublað greinir viðtalið og sannleiksgildi sumra staðhæfinga … Continue reading Hanna Birna á bláþræði

Geymdu framsalsbeiðni Snowdens mánuðum saman

Uppljóstrarinn Edward Snowden er ekki lengur með stöðu sakbornings hér á landi. Þetta kemur fram í gögnum innnaríkisráðuneytisins frá því í sumar. Það vakti á sínum tíma athygli að Snowden hefði, að mati innanríkisráðuneytisins, stöðu grunaðs manns á Íslandi í ljósi þess að hann er ekki staddur hér á landi og óvíst verður að teljast … Continue reading Geymdu framsalsbeiðni Snowdens mánuðum saman

„Hún er besti ráðherra ríkisstjórnarinnar“

„Ég styð alltaf mína ráðherra,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Reykjavík vikublað, um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í skugga lekamálsins. Lögregla hefu um margra vikna skeið rannsakað hvernig minnisblað úr ráðuneytinu, með persónuupplýsingum um hælisleitandann Tony Omos, og tvær nafngreinda konur, komst í hendur fjölmiðla. Komið hefur fram að aðstoðarmenn ráðherra … Continue reading „Hún er besti ráðherra ríkisstjórnarinnar“

Rekstrarfélag stjórnarráðsins gerði hvítþvottarannsókn á Hönnu Birnu

Aðeins örfáir höfðu séð óformlegt minnisblað varðandi Tony Omos, hælisleitanda frá Nígeríu, þegar því var lekið til valinna fjölmiðla 19. nóvember í fyrra. Morgunblaðið og 365 miðlar unnu frétt úr skjalinu sem birtar voru að morgni dags 20. nóvember, sama dag og skipulögð höfðu verið mótmæli til stuðnings Tony Omos. Skjalið sem endaði hjá fjölmiðlum … Continue reading Rekstrarfélag stjórnarráðsins gerði hvítþvottarannsókn á Hönnu Birnu

Tilraun til hvítþvottar

Tilgangur rannsóknar rekstrarfélags Stjórnarráðsins virðist hafa verið að hvítþvo innanríkisráðuneytið af leka á trúnaðargögnum um hælisleitendur en ekki að komast til botns í málinu. Heimildamenn blaðsins innan úr stjórnsýslunni og ráðuneytinu segja rannsókn rekstrarfélagsins hafi verið takmörkuð. Starfsmenn hafi strax í upphafi lýst efasemdum um gæði hennar og tilgang en ekki var hlustað á ábendingar … Continue reading Tilraun til hvítþvottar