Óheilindafólk vill aldrei kannast við að taka afstöðu með spillingu.

Siðmennt – Félag siðrænna húmanista á Íslandi bauð mér sem framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Transparency International, að flytja hugvekju um heilindi í tilefni af þingsetningu. Hugvekjuna má lesa hér en tekið skal fram að hún tók einhverjum breytingum við framsögu. Kæru félagar, ég þakka ykkur fyrir þann heiður sem Íslandsdeild Transparency International og mér er sýndur með … Continue reading Óheilindafólk vill aldrei kannast við að taka afstöðu með spillingu.

Við skattleggjum skrilljónamæringa til þess að sjá til þess að þeir eignist ekki gjörsamlega allt!

Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! voru mótmæli 23. nóvember 2019 í kjölfar afhjúpana Samherjamálsins í Namibíu þar sem mér bauðst að halda ræðu. Ræðuna má lesa hér en tekið skal fram að hún tók einhverjum breytingum við framsögu.   Kæru félagar, takk fyrir komuna í dag. Samherjamálið. Það gat aldrei neitt annað gerst. … Continue reading Við skattleggjum skrilljónamæringa til þess að sjá til þess að þeir eignist ekki gjörsamlega allt!

„Við undirritum ekki okkar eigin dauðadóm“

Fjölda gyðinga frá Þýskalandi, Austurríki og Tékkóslóvakíu var neitað um landvist hér á landi af íslenskum yfirvöldum á árunum í kringum seinna stríð og um tuttugu gyðingum var beinlínis vísað úr landi þrátt fyrir að þeirra biði vart annað en frelsissvipting, þjáningar og dauði. Í svarbréfi íslenskra yfirvalda til handa ungu gyðingapari, sem flúðu hingað … Continue reading „Við undirritum ekki okkar eigin dauðadóm“

Bjarnason, Björn Bjarnason

Íslensk njósnastarfsemi er líklega með verst geymdu leyndarmálum sögunnar. Reglulega koma upp ásakanir og gögn um slíka starfsemi hér á landi. Slíkum fullyrðingum er iðulega svarað með háði og efasemdum. Skjöl bandarískra yfirvalda, opinber gögn og jafnvel dagbækur stjórnmálamanna sýna þó að óumdeilanlegt er að njósnir eru og hafa verið stundaðar hér á landi. Meðal … Continue reading Bjarnason, Björn Bjarnason

Fjármálaráðherra rangtúlkar ítrekað opinber gögn en sakar nú aðra um „eftirsannleik“

Fullyrðing Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, í Kryddsíld Stöðvar 2, um að aðeins 1% starfi á lágmarkstaxta er röng. Þá eru skýringar ráðherra frá því á fimmtudag um hvað hann vildi meina ekki í samræmi við ummælin. Þrátt fyrir þetta sakar ráðherra þá sem leiðréttu röng ummæli hans um stöðu launafólks um að vera … Continue reading Fjármálaráðherra rangtúlkar ítrekað opinber gögn en sakar nú aðra um „eftirsannleik“

Kaupthinking: Út fyrir endimörk skynseminnar

Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur Þórður Snær Júlíusson Veröld 2018 368 blaðsíður Baráttan gegn uppgjöri á hruninu var hafin áður en blekið hafði þornað á þjóðnýtingu Glitnis. Gríðarlegir fjárhagslegir, pólitískir og persónulegir hagsmunir eru að baki því að ýta undir mýtur og beinlínis rangar söguskoðanir og tilgátur. Við höfum öll heyrt þær: Davíð … Continue reading Kaupthinking: Út fyrir endimörk skynseminnar

„Atvinnurekendur eru ekki feimnir við að beita sér pólitískt“

Nýleg bók þeirra Stefáns Ólafssonar og Arnalds Sölva Kristjánssonar, Ójöfnuður á Íslandi, fjallar um hvernig tekju- og eignaskipting á Íslandi þróaðist frá millistríðsárunum til samtímans. Sýnt er hversu ójafnt tekjur og eignir skiptust fyrir stríð en urðu svo mun jafnari á eftirstríðsárunum. Blað stéttarfélaganna hitti Stefán á skrifstofu hans í Háskóla Íslands til að ræða … Continue reading „Atvinnurekendur eru ekki feimnir við að beita sér pólitískt“

Saga SFR – Saga baráttu og sigra í sjötíu ár 1939- 2009

Nýlega kom bókin Saga SFR – Saga baráttu og sigra í sjötíu ár, 1939-2009, rituð af Þorleifi Óskarssyni sagnfræðingi. Bókin fjallar um aðdraganda að stofnun félagsins og rekur síðan sögu SFR til ársins 2009. Blað stéttarfélaga hitti Þorleif yfir kaffi til að ræða skrifin og hans sýn á merkilega sögu félagsins. Félagsmenn sem eru áhugasamir … Continue reading Saga SFR – Saga baráttu og sigra í sjötíu ár 1939- 2009

Unga fólkið skilið eftir

Unga kynslóðin hefur dregist aftur úr í tekjum á síðustu áratugum. Kaupmáttur hópsins hefur ekki aukist í samræmi við aðra hópa og raunar benda gögn til þess að beinlínis hafi dregið úr kaupmætti yngri aldurshópa frá því sem var um aldamótin síðustu og jafnvel í samanburði við 1990. Í það sem stefnir í lengstu samfelldu … Continue reading Unga fólkið skilið eftir

Ríkisstjórnin segist þurfa að velja milli „skattlagningar og frelsis“

Fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra og formanns Viðreisnar, stillir skattlagningu upp sem andstæðu frelsis í inngangstexta skjalsins. Sú hugmynd er hluti af kennisetningu nýfrjálshyggjunnar en í fjármálaáætlun er látið líkt og frelsi eigi enga samleið með skattheimtu. Hugmyndin sem nú birtist í fjármálastefnu næstu fimm ára er í samræmi við hugmyndir Pawel Bartoszek, þingmanns Viðreisnar, um að … Continue reading Ríkisstjórnin segist þurfa að velja milli „skattlagningar og frelsis“

„Hægriflokkarnir hafa ekkert lært“

„Sé strax að hægriflokkarnir hafa ekkert lært og fara ekki eftir athugasemdum Seðlabanka og fjármálaráðs um mikilvægi sveiflujöfnunar sem felst í því að halda ríkistekjum háum í góðæri til að eiga borð fyrir báru þegar að verr árar,“ skrifar Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, í kjölfar kynningar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm … Continue reading „Hægriflokkarnir hafa ekkert lært“

Tryggingastofnun njósnaði ólöglega um 500 manns í skjóli ýktrar orðræðu um bótasvik

Tryggingastofnun lét rannsaka hundruð skjólstæðinga sinna á fimm árum, á grundvelli upplýsinga sem safnað var með ólögmætum hætti. Þetta gerði stofnunin í umhverfi þar sem stjórnmálamenn og stofnanir trommuðu upp ýkta mynd af bótasvikum. Persónunjósnirnar nýttu upplýsingar sem safnað var án lagaheimilda. Ríkisendurskoðun fullyrti í fréttatilkynningu árið 2013 að bótasvik í almannatryggingarkerfinu næmu allt að … Continue reading Tryggingastofnun njósnaði ólöglega um 500 manns í skjóli ýktrar orðræðu um bótasvik